Steinar yfir steini

Í gærkvöldi sagði fréttastofa Ríkisútvarpsins að „ekki stæði steinn yfir steini“ í Icesave-samningunum og að vextir þeirra væru of háir. Fullyrðingu sinni til stuðnings vitnaði fréttastofan í greinargerð bresku lögfræðistofunnar Mischon de Reya.

Flokkgæðingar þurftu að plægja sig mjög vandlega í gegnum 86 blaðsíðna greinargerðina, sem birt var á visir.is í gær, til þess að finna hvað fréttastofan var í raun að vitna til.

En eftir nákvæman lestur og með aðstoð rafrænnar textaleitarvélar fundum við í grein 5.1 á blaðsíðu 35 eftirfarandi:

„Interest is charged at a fixed rate of 5.55% per annum from the date on which the first payment is made under the UK Loan Agreement. This appears to us to be a high interest rate which is commercially out of kilter with prevailing interest rates. We have not researched the rate at which the British Government is financing its deficit (to put the FSCS in funds to address the situation of the London Landsbanki depositors). See also paragraph 35 of the Opinion of Matthew Collings QC.“

Síðar á blaðsíðu 79 er svo umfjöllun, lögmannsins Matthew Collings, sem þarna er vísað til en í henni stendur:

This applies to all the terms of any compromise, but we have been particularly struck by the rate of interest in the Loan Agreement of 5.55%. This is very high in the current climate and, it is understood, may be very difficult for Iceland financially. It is not clear on what fair or rational basis this rate was arrived at.

Ekkert meira er um vexti á öllum þessum 86 síðum og hvergi neinar forsendur að finna um hvað teljast háir vextir eða viðmiðanir frá öðrum ríkjum né þeirra annarra lána sem ríkið þarf að taka vegna hrunsins. Hér er bara um að ræða skoðun lögmanns á vöxtum sem er jafn áhugaverð fyrir nútímalæknsifræði og skoðun grasalæknis á fósturvísarannsóknum. Enda er örugglega besta skýringin á vaxtaumfjöllun þessari að verið sé að rugla saman föstum og breytilegum vöxtum, sem væri ekki í fyrsta skiptið.

Staðreyndin er sú að um mjög lága fasta vexti til 15 ára er að ræða eins og meðal annars má sjá í minnisblaði sem er á meðal gagna Icesave-málsins á island.is. Eins og margoft hefur komið fram er álagið á Icesavelánunum minna en þau sem fátækustu þjóðum heims býðst hjá Parísarklúbbnum. Þess ber líka að geta að þeir vextir yrðu svo sannarlega ekki í boði ef að Hollendingar og Bretar myndu sækja rétt sinn og fá dóm sem staðfesti ábyrgð Íslands.

Flokksgæðingar ætla sjálfir að varpa fram kenningu. Fréttamaður Rúv las ekki skýrsluna, þekkir ekki innviði Icesave málsins og skilur vexti jafnvel og lögmaðurinn Michael Collins. Eða hvað er gerlegt að búa til margar fréttir um vexti Icesave lánsins sem byggja ekki á einni staðreynd?

2 responses

  1. […] ítarlegra fjallað um það af hálfu RÚV, dregið upp atriði sem tók örlítið pláss eins og Flokksgæðingar benda á, þ.e. vextirnir og púðri eytt í að fasteignir gætu verið gerðar upptækar. Ekkert […]

  2. […] Steinar yfir steini Posted in Efnahagsmál, Fjölmiðlar, Fréttir, Skoðun, Stjórnmál, Íslenska efnahagshrunið | Print […]

Færðu inn athugasemd